Byggði upp traust og misnotaði hana síðan Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2018 11:30 Alexandra Rós Jankovic sagði sögu sína í gærkvöldi í þættinum Fósturbörn. Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp