Byggði upp traust og misnotaði hana síðan Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2018 11:30 Alexandra Rós Jankovic sagði sögu sína í gærkvöldi í þættinum Fósturbörn. Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira