Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 09:50 Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Getty/HieronymusUkkel Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira