Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2018 05:15 Mikill leki er komið að sementbirgðaskipinu Fjordvik sem rak upp í hafnargarðinn að Helguvíkurhöfn í nótt Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira