Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA „Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
„Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira