Agla María skoraði glæsimark fyrir Breiðablik gegn FH og hafði þar betur í kosningu á Vísi gegn Dóru Maríu Lárusdóttur og Söndru Stephanie Mayor. Hún fékk heyrnartól frá Plantronics að verðlaunum.
Sjoppan, Jack and Jones, Icelandair og Moroccan oil gáfu vegleg verðlaun fyrir leikmann mánaðarins. Þá nafnbót hlaut Alexandra Jóhannsdóttir en hún vann einnig í kosningu á Vísi. Katrín Ómarsdóttir og Sandra Mayor voru einnig tilnefndar.