Framherjinn Viktor Jónsson, sem í gær var á leið til Akureyrar, skrifaði nú í dag undir samning við ÍA.
Viktor skrifaði undir samning við ÍA til tveggja ára. Hann kemur til félagsins frá Þrótti þar sem hann skoraði 35 mörk í 39 leikjum.
Í gær var greint frá því að hann væri væntanlega á leið til KA en Skagamenn virðast hafa náð að stöðva hann í göngunum.
Skagamenn misstu Garðar Gunnlaugsson frá sér á dögunum og því enn mikilvægara að fá Viktor í framlínuna.
Viktor endaði á Akranesi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn