Blank þessi var fyrrverandi heimsmeistari í vaxtarrækt og var mikil goðsögn í líkamsræktarbransanum. Þegar hún varð heimsmeistari árið 1999 varð hún um leið sú yngsta til að ná þeim árangri í þeirri grein, þá aðeins 23 ára gömul.
Líkamsræktarblaðið Fitness Magazine sagði eitt sinn að Blank væri með „bestu rassvöðva allra tíma“.
Hún gerðist einkaþjálfari og var með nokkra fræga viðskiptavini, þar á meðal Mickey Rourke, Pauly Shore, Rohan Marley, Marcus Allen og Natasha Lyonne.
TMZ segir andlát hennar ekki hafa borið að með saknæmum hætti en krufning og blóðrannsókn mun væntanlega leiða í ljós dánarorsök hennar.