Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 08:00 Koma þriggja nýrra skipa setur framtíð Helgu Maríu í mikla óvissu, segir Ægir Páll, nýr framkvæmdastjóri HB Granda. vísir/eyþór Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21