Erlent

Ekkert gengur hjá Macron

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/AP
Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. Í nýrri könnun mældist forsetinn með stuðning 26 prósenta landsmanna. Það er fjórum prósentustigum minna en í síðasta mánuði. Aftur á móti sagðist heilt 71 prósent hafa enga trú á stjórnarháttum ­Macrons.

Politico greindi frá því að þegar Francois Hollande var búinn að gegna embættinu jafnlengi mældist hann enn óvinsælli, eða með stuðning 21 prósents. Nicolas Sark­ozy mældist þó öllu vinsælli, með 39 prósenta stuðning.

Og til enn frekari samanburðar segjast 42 prósent Bandaríkjamanna ánægð með Donald Trump forseta. 53 prósent segjast hins vegar ekki styðja forsetann.

 


Tengdar fréttir

Stuðningur við Macron fer dvínandi

Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×