Markvisst unnið að fjölgun menntaðra á leikskólum Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00