Athygli og algóritmi Guðrún Vilmundardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar