Ódýrt lífeyriskerfi Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun