Það lafir ekki meðan ég lifi Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar