Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 22:36 Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands gagnrýndi vinnubrögð Birgittu í skoðanapistli sem birtist í dag. Vísir/Hanna/Vilhelm Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag. Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag.
Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43