Kosið verður um eftirmann Meng Hongwei, fráfarandi forseta, á allsherjarþinginu í Dúbaí í dag. Meng var handtekinn í heimalandinu Kína í september og er sagður til rannsóknar fyrir mútuþægni og aðra glæpi.
Breska blaðið The Times greindi frá því um helgina að þarlend yfirvöld gerðu ráð fyrir því að Alexandar Prokoptsjúk, fyrrverandi undirhershöfðingi í rússneska innanríkisráðuneytinu, yrði kjörinn forseti Interpol en hann er nú varaforseti stofnunarinnar.
Rússar hafa þegar verið sakaðir um að misnota handtökuskipanakerfi Interpol til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga. Bloomberg-fréttastofan segir að Bill Browder, bandaríski fjárfestirinn, sem átti þátt í að upplýsa um stórt spillingarmál í Rússlandi hafi ítrekað verið handtekinn í nokkrum löndum á meðan Interpol hefur farið yfir handtökuskipanir frá Kreml.
Saksóknari vænir Browder um morð og ætlar að gefa út handtökuskipun
Browder hefur enda lýst áhyggjum af því að Prokoptsjúk verði kjörinn forseti Interpol. Í tísti vekur hann athygli á því að á sama tíma og kosið sé um forseta Interpol hafi ríkissaksóknari Rússlands blásið til blaðamannafundar þar sem hann boðaði að Browder yrði eltur hvert sem hann færi.Rússnesk stjórnvöld vísuðu Browder úr landi árið 2005 en hann hafði þá stýrt umsvifamesta fjárfestingasjóði landsins, Hermitage-sjóðnum. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem Browder fékk til að rannsaka framferði stjórnvalda gegn sér, var barinn til ólífis í fangelsi árið 2009. Hann hafði þá sett fram ásakanir um meiriháttar spillingu rússneskra embættismanna.
„Ég kom virkilega við kauninn á þeim með Magnitskílögunum,“ tísti Browder og vísaði til laga sem Bandaríkjaþing samþykkti um refsiaðgerðir gegn Rússum og nefnd voru til heiðurs Magnitskí.
Rússneski saksóknarinn ýjaði að því að Browder sjálfur hefði látið eitra fyrir Magnitskí í fangelsinu. Gefin yrði út handtökuskipun á hendur honum í gegnum Interpol, að sögn rússneska ríkismiðilsins RT.
On the eve of Interpol deciding whether a Russian official should be president of Interpol, the Russian prosecutor's office holds a huge press conference about me and how they will chase me down anywhere in the world. I really struck a nerve with the Magnitsky Act https://t.co/CRzSGvw38B
— Bill Browder (@Billbrowder) November 19, 2018
„Teymið okkar hefur orðið fyrir misnotkun á Interpol í þágu pólitískrar kúgunar af hálfu Rússlands. Ég held ekki að rússneskur forseti eigi eftir að hjálpa til við að draga úr slíkum brotum,“ tísti Navalní í dag.
INTERPOL will soon elect a new president and it can be a candidate from Russia. Our team has suffered from abuse of INTERPOL for political persecution by Russia. I don't think that a president from Russia will help to reduce such violations. https://t.co/HcOCBrxznl
— Alexey Navalny (@navalny) November 19, 2018
„Rússland misnotar hana nú þegar til þess að ofsækja pólitíska óvini. Það væri að setja brennuvarginn yfir slökkviliðið,“ tísti Kasparov í gær.
If a Kremlin officer is allowed to run Interpol, it will have no credibility at all. Russia already abuses it to persecute political enemies. It's putting an arsonist in charge of the fire department. https://t.co/7OEBL308tq
— Garry Kasparov (@Kasparov63) November 18, 2018