Ríkislögmaður víkur sæti vegna föður síns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira