Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum Benedikt Bóas skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Júlían, að sjálfsögðu í stuttbuxum eins og honum finnst best, með hundinum Stormi í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán „Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
„Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira