5-700 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fimm árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:59 Mynd af Barónsreit úr kynningu Reykjavíkuborgar Mynd/Reykjavíkurborg Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur. Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur.
Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15