Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 68-77 | Stólarnir setjast á toppinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. nóvember 2018 23:00 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls. vísir/Bára Tindastóll vann Stjörnuna í kvöld í sjöundu umferð Dominos deildar karla. Með sigrinum fer Tindastóll í efsta sæti deildarinnar með Keflavík og Njarðvík. Stjörnuprýdda lið Stjörnunnar er hinsvegar í fimmta sæti með fjóra sigra í sjö leikjum. Skagfirðingarnir byrjuðu leikinn töluvert betur og veru komnir yfir 15-4 snemma í fyrsta leikhluta. Í þeirri stöðu tók Stjarnan leikhlé en varnarleikur þeirra bætti sig til muna eftir leikhléið. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-10 fyrir Tindastól en þeir voru að fá fullt af opnum skotum. Stjarnan var hinsvegar ekki að finna jafn góð skot og voru 0/8 í þriggja stiga skotum eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan fór í gegnum allan fyrri hálfleik án þess að skora þriggja stiga körfu en ég efast um að þeir munu gera það aftur á þessu tímabili. Þeir voru hinsvegar töluvert duglegri að sækja sér stig í teignum í öðrum leikhluta en fyrri. Fóru fimm sinnum á víta línuna og skoruðu nokkrar körfur undir körfunni. Tindastóll héldur bara áfram einsog í fyrsta leikhluta og náðu að bæta aðeins í forystuna. Stólarnir aðeins heitari utan af velli en Stjarnan með 6/13 fyrir aftan þriggja stiga línuna. Staðan í hálfleik var 27-40. Meira af því sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta. Tindastóll einfaldlega númeri of stórir fyrir Stjörnuna og Stjarnan með 0/4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjarnan átti smá kafla þar sem þeir voru betri eftir að Pétur Rúnar Birgisson fór útaf eftir að hann fékk sína fjórðu villu. Tindastóll unnu samt leikhlutann og voru yfir 41-60 þegar loka leikhlutinn byrjaði. Stjörnumenn fóru loksins að hitta utan af velli í fjórða leikhluta en það var bara of seint fyrir þá. Þrátt fyrir að ná í 27 stig í fjórða leikhluta þá var bilið bara of stórt fyrir þá. Forysta Tindastóls var í fjórða leikhluta aldrei minni en níu stig og sigurinn aldrei raunverulega í hættu.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði gjörsamlega geggjaðan varnarleik í þrjá leikhluta í kvöld. Varnarleikurinn ekki til fyrirmyndar í fjórða leikhluta en forystan eftir fyrstu þrjá leikhlutana var nógu stór. Síðan var sóknarleikur Stólanna líka heilt yfir nokkuð góður. Maður sér hvað þetta lið er með svakalega mikla breidd þegar Pétur Rúnar skorar einungis þrjú stig en þeir vinna leikinn samt nokkuð þægilega.Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Þór Björnsson minnti alla á hvað hann er geggjaður sóknarmaður í kvöld. Skorar 23 stig og þarf einungis 13 sóknir til þess, ótrúlegur skotmaður. Dino Butorac var sömuleiðis virkilega öflugur báðu megin, framlagshæsti leikmaður leiksins með 14 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta. Urald King skilaði sínu eins og vanalega. Gat náð í körfur sóknarlega og var frábær varnarlega eins og vanalega. Liðsvörnin hjá Stólunum var svo góð að það er samt bara ósanngjarnt að taka menn út eiginlega. Þeir voru að setja góða pressu á boltann og rótera frábærlega.Hvað gekk illa? Skotnýting Stjörnunnar var fáranlega léleg, þetta voru svo sem ekki alltaf opin skot en samt ótrúlegt að þeir hafi ekki hitt úr fyrstu sextán þriggja stiga tilraunum sínum. Svo var vítanýtingin líka hræðileg 10/19.Hvað gerist næst? Stjarnan fer erfiða ferð í Njarðvík næsta föstudag og reynir að rífa sig upp úr fimmta sætinu. Stólarnir heimsækja sjóðheita ÍR-inga í Breiðholtinu næsta fimmtudag.Stjarnan-Tindastóll 68-77 (10-22, 17-18, 14-20, 27-17) Stjarnan: Paul Anthony Jones III 18/10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Antti Kanervo 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10/11 fráköst, Collin Anthony Pryor 6, Dúi Þór Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 1.Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 23, Urald King 18/12 fráköst, Dino Butorac 14/9 fráköst/5 stolnir, Danero Thomas 13/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst, Viðar Ágústsson 2, Philip B. Alawoya 2.Urald King hefur farið frábærlega af stað með Tindastól.vísirUrald King: Vorum ákveðnari í upphafi leiks „Við vorum ákveðnari í upphafi leiks. Við vissum að þeir töpuðu í seinustu viku og við vissum að við þurftum að vera jafn orkumiklir og þeir í kvöld. Við vorum síðan bara skrefi fyrir ofan þá,” sagði Urald King leikmaður Tindastóls aðspurður um hvað hafa skapað sigurinn í kvöld. Þeir settu ekki niður þriggja stiga körfu fyrr en í fjórða leikhluta og hittu ekki úr fyrstu sextán tilraunum sínum fyrir utan, myndir þú segja að það hafi verið útaf góðum varnarleik eða voruð þið smá heppnir? „Þetta var blanda af báðu en frekar góð vörn myndi ég segja. Ég vill ekki gefa þeim of mikið kredit en mér fannst við standa okkur mjög vel í að trufla skotin þeirra og rótera í vörninni.” Pétur Rúnar Birgisson er vanalega sá leikmaður Tindastóls sem er mest með boltann og dripplar honum upp völlinn. Eitt af uppleggum Stjörnunnar í kvöld varnarlega var að leyfa honum ekki að fá boltann og láta aðra leikmenn stýra sóknarleiknum. Urald fannst það ekki trufla sóknarleik liðsins mikið. „Eins og þú sérð náðum við í sigurinn en Brynjar átti góðan leik í kvöld og það er gott að við erum með marga leikmenn sem geta tekið boltann upp. Aðrir leikmenn stigu bara upp og það var bara mjög gott.” „Þetta snýst ekki endilega um að fylla í skarðið sem ég skil eftir. Þetta snýst meira um að hann komi inn í liðið og spili eins og hann spilar. Mér finnst hann vera að standa sig vel í því. Ég spilaði á móti honum þegar hann var í KR og ég var í Val svo ég veit hvernig hann spilar. Ég held að hann muni koma vel inn í liðið,” sagði Urald um hvernig P.J Alawoya muni fylla skarðið sem hann skilur eftir sig í Tindastóls liðinu. Urald er á leiðinni heim til Louisiana á morgun í barneignarleyfi en það er búist við honum aftur í Skagafjörðinn í febrúar.Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/EyþórPétur Rúnar: Mikið hrós á okkur varnarlega „Já. Bara gífurlega, þetta var flott frá fyrstu mínútu. Við mættum þvílíkt vel stemmdir, sérstaklega varnarlega og náðum að loka vel á þá allan leikinn, fyrir utan síðustu fjórar mínúturnar þegar við hleyptum Finnanum aðeins í gang,” sagði Pétur Rúnar Birgisson um frammistöðu Tindastóls í kvöld. Þið haldið þeim án þriggja stiga körfu fyrstu fjóra leikhlutana, mannstu eftir að hafa gert það áður í Úrvalsdeild? „Nei, þegar þú segir það þá man ég ekki eftir því. Sérstaklega þar sem þessi deild er svolítið mikið að henda upp þristum og menn eru nokkuð góðir í því margir. Svo þetta er mjög óalgengt. Mikið hrós á okkur varnarlega hvað við náðum að taka erfið skot.” Þú með óvenju fá stig í kvöld, þér er kannski alveg sama þar sem þið náðuð í sigurinn? „Nei ekki á meðan við vinnum þá er mér alveg sama. Ég var kannski ekki alveg að finna mig sóknarlega en sóknin var líka að ganga mjög vel. Boltinn var að fara á milli manna og við vorum að gefa auka sendinguna og taka góð skot. Það er það sem skiptir máli.” Varstu einhvern tímann hræddur um að þið mynduð missa forystuna frá ykkur undir lokinn? „Nei, það var ég nú ekki. Við vorum komnir með það þægilega forystu. Við megum samt alls ekki stoppa svona varnarlega og hleypa mönnum í takt og komast þannig aftur inn í leikinn. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.” „Það er frábært. Hann fékk smá smjörþefin af þessu í kvöld. Hann fékk ekki margar mínútur enda bara búinn að æfa með okkur í eina viku og Urald okkar aðalmaður. Hann kemur vel inn í þetta og verður flottur í næsta leik,” sagði Pétur um nýja liðsfélaga sinn P.J. Alawoya en P.J. spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Tindastól þar sem hann leysir af Urald King á meðan hann er í barneignarorlofi. Dominos-deild karla
Tindastóll vann Stjörnuna í kvöld í sjöundu umferð Dominos deildar karla. Með sigrinum fer Tindastóll í efsta sæti deildarinnar með Keflavík og Njarðvík. Stjörnuprýdda lið Stjörnunnar er hinsvegar í fimmta sæti með fjóra sigra í sjö leikjum. Skagfirðingarnir byrjuðu leikinn töluvert betur og veru komnir yfir 15-4 snemma í fyrsta leikhluta. Í þeirri stöðu tók Stjarnan leikhlé en varnarleikur þeirra bætti sig til muna eftir leikhléið. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-10 fyrir Tindastól en þeir voru að fá fullt af opnum skotum. Stjarnan var hinsvegar ekki að finna jafn góð skot og voru 0/8 í þriggja stiga skotum eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan fór í gegnum allan fyrri hálfleik án þess að skora þriggja stiga körfu en ég efast um að þeir munu gera það aftur á þessu tímabili. Þeir voru hinsvegar töluvert duglegri að sækja sér stig í teignum í öðrum leikhluta en fyrri. Fóru fimm sinnum á víta línuna og skoruðu nokkrar körfur undir körfunni. Tindastóll héldur bara áfram einsog í fyrsta leikhluta og náðu að bæta aðeins í forystuna. Stólarnir aðeins heitari utan af velli en Stjarnan með 6/13 fyrir aftan þriggja stiga línuna. Staðan í hálfleik var 27-40. Meira af því sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta. Tindastóll einfaldlega númeri of stórir fyrir Stjörnuna og Stjarnan með 0/4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjarnan átti smá kafla þar sem þeir voru betri eftir að Pétur Rúnar Birgisson fór útaf eftir að hann fékk sína fjórðu villu. Tindastóll unnu samt leikhlutann og voru yfir 41-60 þegar loka leikhlutinn byrjaði. Stjörnumenn fóru loksins að hitta utan af velli í fjórða leikhluta en það var bara of seint fyrir þá. Þrátt fyrir að ná í 27 stig í fjórða leikhluta þá var bilið bara of stórt fyrir þá. Forysta Tindastóls var í fjórða leikhluta aldrei minni en níu stig og sigurinn aldrei raunverulega í hættu.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði gjörsamlega geggjaðan varnarleik í þrjá leikhluta í kvöld. Varnarleikurinn ekki til fyrirmyndar í fjórða leikhluta en forystan eftir fyrstu þrjá leikhlutana var nógu stór. Síðan var sóknarleikur Stólanna líka heilt yfir nokkuð góður. Maður sér hvað þetta lið er með svakalega mikla breidd þegar Pétur Rúnar skorar einungis þrjú stig en þeir vinna leikinn samt nokkuð þægilega.Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Þór Björnsson minnti alla á hvað hann er geggjaður sóknarmaður í kvöld. Skorar 23 stig og þarf einungis 13 sóknir til þess, ótrúlegur skotmaður. Dino Butorac var sömuleiðis virkilega öflugur báðu megin, framlagshæsti leikmaður leiksins með 14 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta. Urald King skilaði sínu eins og vanalega. Gat náð í körfur sóknarlega og var frábær varnarlega eins og vanalega. Liðsvörnin hjá Stólunum var svo góð að það er samt bara ósanngjarnt að taka menn út eiginlega. Þeir voru að setja góða pressu á boltann og rótera frábærlega.Hvað gekk illa? Skotnýting Stjörnunnar var fáranlega léleg, þetta voru svo sem ekki alltaf opin skot en samt ótrúlegt að þeir hafi ekki hitt úr fyrstu sextán þriggja stiga tilraunum sínum. Svo var vítanýtingin líka hræðileg 10/19.Hvað gerist næst? Stjarnan fer erfiða ferð í Njarðvík næsta föstudag og reynir að rífa sig upp úr fimmta sætinu. Stólarnir heimsækja sjóðheita ÍR-inga í Breiðholtinu næsta fimmtudag.Stjarnan-Tindastóll 68-77 (10-22, 17-18, 14-20, 27-17) Stjarnan: Paul Anthony Jones III 18/10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Antti Kanervo 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10/11 fráköst, Collin Anthony Pryor 6, Dúi Þór Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 1.Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 23, Urald King 18/12 fráköst, Dino Butorac 14/9 fráköst/5 stolnir, Danero Thomas 13/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst, Viðar Ágústsson 2, Philip B. Alawoya 2.Urald King hefur farið frábærlega af stað með Tindastól.vísirUrald King: Vorum ákveðnari í upphafi leiks „Við vorum ákveðnari í upphafi leiks. Við vissum að þeir töpuðu í seinustu viku og við vissum að við þurftum að vera jafn orkumiklir og þeir í kvöld. Við vorum síðan bara skrefi fyrir ofan þá,” sagði Urald King leikmaður Tindastóls aðspurður um hvað hafa skapað sigurinn í kvöld. Þeir settu ekki niður þriggja stiga körfu fyrr en í fjórða leikhluta og hittu ekki úr fyrstu sextán tilraunum sínum fyrir utan, myndir þú segja að það hafi verið útaf góðum varnarleik eða voruð þið smá heppnir? „Þetta var blanda af báðu en frekar góð vörn myndi ég segja. Ég vill ekki gefa þeim of mikið kredit en mér fannst við standa okkur mjög vel í að trufla skotin þeirra og rótera í vörninni.” Pétur Rúnar Birgisson er vanalega sá leikmaður Tindastóls sem er mest með boltann og dripplar honum upp völlinn. Eitt af uppleggum Stjörnunnar í kvöld varnarlega var að leyfa honum ekki að fá boltann og láta aðra leikmenn stýra sóknarleiknum. Urald fannst það ekki trufla sóknarleik liðsins mikið. „Eins og þú sérð náðum við í sigurinn en Brynjar átti góðan leik í kvöld og það er gott að við erum með marga leikmenn sem geta tekið boltann upp. Aðrir leikmenn stigu bara upp og það var bara mjög gott.” „Þetta snýst ekki endilega um að fylla í skarðið sem ég skil eftir. Þetta snýst meira um að hann komi inn í liðið og spili eins og hann spilar. Mér finnst hann vera að standa sig vel í því. Ég spilaði á móti honum þegar hann var í KR og ég var í Val svo ég veit hvernig hann spilar. Ég held að hann muni koma vel inn í liðið,” sagði Urald um hvernig P.J Alawoya muni fylla skarðið sem hann skilur eftir sig í Tindastóls liðinu. Urald er á leiðinni heim til Louisiana á morgun í barneignarleyfi en það er búist við honum aftur í Skagafjörðinn í febrúar.Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/EyþórPétur Rúnar: Mikið hrós á okkur varnarlega „Já. Bara gífurlega, þetta var flott frá fyrstu mínútu. Við mættum þvílíkt vel stemmdir, sérstaklega varnarlega og náðum að loka vel á þá allan leikinn, fyrir utan síðustu fjórar mínúturnar þegar við hleyptum Finnanum aðeins í gang,” sagði Pétur Rúnar Birgisson um frammistöðu Tindastóls í kvöld. Þið haldið þeim án þriggja stiga körfu fyrstu fjóra leikhlutana, mannstu eftir að hafa gert það áður í Úrvalsdeild? „Nei, þegar þú segir það þá man ég ekki eftir því. Sérstaklega þar sem þessi deild er svolítið mikið að henda upp þristum og menn eru nokkuð góðir í því margir. Svo þetta er mjög óalgengt. Mikið hrós á okkur varnarlega hvað við náðum að taka erfið skot.” Þú með óvenju fá stig í kvöld, þér er kannski alveg sama þar sem þið náðuð í sigurinn? „Nei ekki á meðan við vinnum þá er mér alveg sama. Ég var kannski ekki alveg að finna mig sóknarlega en sóknin var líka að ganga mjög vel. Boltinn var að fara á milli manna og við vorum að gefa auka sendinguna og taka góð skot. Það er það sem skiptir máli.” Varstu einhvern tímann hræddur um að þið mynduð missa forystuna frá ykkur undir lokinn? „Nei, það var ég nú ekki. Við vorum komnir með það þægilega forystu. Við megum samt alls ekki stoppa svona varnarlega og hleypa mönnum í takt og komast þannig aftur inn í leikinn. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.” „Það er frábært. Hann fékk smá smjörþefin af þessu í kvöld. Hann fékk ekki margar mínútur enda bara búinn að æfa með okkur í eina viku og Urald okkar aðalmaður. Hann kemur vel inn í þetta og verður flottur í næsta leik,” sagði Pétur um nýja liðsfélaga sinn P.J. Alawoya en P.J. spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Tindastól þar sem hann leysir af Urald King á meðan hann er í barneignarorlofi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti