Enn syrtir í álinn hjá Snapchat Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Stjórnendur Snap vona að flestir á þessari mynd séu að nota Snapchat. Raunin gæti verið allt önnur. Fréttablaðið/AFP Vandræði bandaríska tæknifyrirtækisins Snap, sem einna helst er þekkt fyrir rekstur samfélagsmiðilsins Snapchat, halda áfram að hrannast upp. Notendum fækkar, fjárhagurinn er í ólestri og málaferli yfirvofandi. Helstu tíðindi vikunnar eru þau að Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur stefnt Snap um gögn er varða frumútboð fyrirtækisins sem fór fram í kauphöllinni í New York fyrra. Reuters greindi frá málinu og setti í samhengi við málsókn ósáttra hluthafa sem halda því fram að Snap hafi leynt mikilvægum upplýsingum í aðdraganda útboðsins. Snap á til dæmis að hafa leynt því hversu mikið samkeppnin við Instagram skaðaði vöxt fyrirtækisins og því að fyrrverandi starfsmaður hefði höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna meintrar rangrar upplýsingagjafar um fjölda notenda. Það mál fer fyrir gerðardóm í apríl. Snap sagði, í svari við fyrirspurn Reuters, að fyrirtækið telji að rannsakendur verðbréfaeftirlitsins séu að skoða mál tengd málsókn hluthafanna. „Þótt við vitum ekki allt um þessar rannsóknir teljum við að dómsmálaráðuneytið einbeiti sér helst að upplýsingagjöf okkar í kringum frumútboðið er varðar samkeppnina við Instagram.“Í yfirlýsingu frá Snap kom svo fram að fyrirtækið telji ásakanir hluthafanna marklausar og að upplýsingagjöf í aðdraganda frumútboðsins hafi verið sönn, rétt og fullnægjandi. Gögnin sem SEC fór fram á voru svo afhent í gær. Staðan er svo sannarlega svört þessa dagana hjá Snap. Virði hlutabréfa í fyrirtækinu var 6,54 Bandaríkjadalir við lokun markaða í gær. Það hefur því lækkað um tíu dali frá frumútboðinu. Vöxtur Snapchat er sömuleiðis enginn. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs náði miðillinn hápunkti sínum, 191 milljón notenda, en sú tala stóð í 186 milljónum á síðasta ársfjórðungi. Þá er einnig vert að taka fram að Snap tapaði um fjörutíu milljónum dala á myndavélargleraugunum Spectacles sem það setti á markað í september 2016. Rót vandans, sem Snap stendur nú frammi fyrir, má rekja til ársins 2013 þegar Evan Spiegel, forstjóri Snap, hafnaði þriggja milljarða dala kauptilboði Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, setti þá af stað þróun svokallaðra Stories á Instagram til þess að miðillinn gæti keppt við Snapchat. Fídusinn fór í loftið í ágúst 2016, tæpu ári fyrir frumútboð Snap. Á þeim tveimur árum sem hafa liðið frá því Stories fór í loftið er fjöldi daglegra notenda kominn upp í 400 milljónir. Það þarf ekkert stærðfræðiséní til að sjá að Instagram Stories er sum sé orðið tvöfalt stærra en Snapchat. Til þess að bregðast við því að farið var að hægja á vexti Snapchat ákvað Snap að endurhanna miðilinn. Hið nýja viðmót fór í loftið í febrúar en þótti ruglandi og úr öllu samhengi við væntingar notenda. Kylie Jenner, sem þá var trúlega einn stærsti áhrifavaldurinn á miðlinum, sagði á Twitter að hún væri einfaldlega hætt að nota Snapchat eftir að uppfærslan fór í loftið. Á fyrsta ársfjórðungi, þegar uppfærslan fór í loftið, náði fjöldi daglegra notenda hápunkti, fyrrnefndri 191 milljón. Nú er notendum í fyrsta sinn að fækka. Önnur viðbót við Snapchat, Discover, virðist ekki heldur skila miklum árangri. Sú fór í loftið 2015 og leyfir notendum að nálgast efni frá stórfyrirtækjum og fjölmiðlum á borð við ESPN og Warner Music. Þótt lítið sé vitað um hversu margir nýta sér Discover greindi Engadget frá því að uppsögn Nicks Bell, varaforseta Snap sem hafði umsjón með Discover-verkefninu, frá því fyrr í vikunni væri ágætis vísbending um stöðuna. Og þá er ótalin fjárhagsstaða fyrirtækisins. Techcrunch greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Snap ætti eignir að verðmæti 1,4 milljarða Bandaríkjadala. Hins vegar spáir greiningarfyrirtækið MoffetNathanson því að Snap muni tapa 1,5 milljörðum á næsta ári. Enn aðrir greinendur hafa svo spáð því að Snap muni í allra fyrsta lagi skila hagnaði 2020 eða 2021. Samkvæmt greiningu Recount á Snapchat einnig í töluverðum vandræðum með að hagnast á daglegum notendum sínum. Þannig velti fyrirtækið 1,4 Bandaríkjadölum á hvern daglegan notanda á öðrum ársfjórðungi samanborið við 8,99 dali Facebook. Dyggir og traustir notendur Snapchat geta þó glaðst yfir því að á miðvikudaginn fór víða í loftið uppfærsla sem felur í sér að notendur fá loks hefðbundna samfélagsmiðlaprófíla. Prófílarnir eru, samkvæmt The Verge, einungis aðgengilegir vinum og þar má sjá það vistaða efni sem viðkomandi hafa deilt hvor með öðrum. Þá hefur Snap einnig sett í sölu varning tengdan Bitmojis, sérsniðnum teikningum notenda. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vandræði bandaríska tæknifyrirtækisins Snap, sem einna helst er þekkt fyrir rekstur samfélagsmiðilsins Snapchat, halda áfram að hrannast upp. Notendum fækkar, fjárhagurinn er í ólestri og málaferli yfirvofandi. Helstu tíðindi vikunnar eru þau að Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur stefnt Snap um gögn er varða frumútboð fyrirtækisins sem fór fram í kauphöllinni í New York fyrra. Reuters greindi frá málinu og setti í samhengi við málsókn ósáttra hluthafa sem halda því fram að Snap hafi leynt mikilvægum upplýsingum í aðdraganda útboðsins. Snap á til dæmis að hafa leynt því hversu mikið samkeppnin við Instagram skaðaði vöxt fyrirtækisins og því að fyrrverandi starfsmaður hefði höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna meintrar rangrar upplýsingagjafar um fjölda notenda. Það mál fer fyrir gerðardóm í apríl. Snap sagði, í svari við fyrirspurn Reuters, að fyrirtækið telji að rannsakendur verðbréfaeftirlitsins séu að skoða mál tengd málsókn hluthafanna. „Þótt við vitum ekki allt um þessar rannsóknir teljum við að dómsmálaráðuneytið einbeiti sér helst að upplýsingagjöf okkar í kringum frumútboðið er varðar samkeppnina við Instagram.“Í yfirlýsingu frá Snap kom svo fram að fyrirtækið telji ásakanir hluthafanna marklausar og að upplýsingagjöf í aðdraganda frumútboðsins hafi verið sönn, rétt og fullnægjandi. Gögnin sem SEC fór fram á voru svo afhent í gær. Staðan er svo sannarlega svört þessa dagana hjá Snap. Virði hlutabréfa í fyrirtækinu var 6,54 Bandaríkjadalir við lokun markaða í gær. Það hefur því lækkað um tíu dali frá frumútboðinu. Vöxtur Snapchat er sömuleiðis enginn. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs náði miðillinn hápunkti sínum, 191 milljón notenda, en sú tala stóð í 186 milljónum á síðasta ársfjórðungi. Þá er einnig vert að taka fram að Snap tapaði um fjörutíu milljónum dala á myndavélargleraugunum Spectacles sem það setti á markað í september 2016. Rót vandans, sem Snap stendur nú frammi fyrir, má rekja til ársins 2013 þegar Evan Spiegel, forstjóri Snap, hafnaði þriggja milljarða dala kauptilboði Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, setti þá af stað þróun svokallaðra Stories á Instagram til þess að miðillinn gæti keppt við Snapchat. Fídusinn fór í loftið í ágúst 2016, tæpu ári fyrir frumútboð Snap. Á þeim tveimur árum sem hafa liðið frá því Stories fór í loftið er fjöldi daglegra notenda kominn upp í 400 milljónir. Það þarf ekkert stærðfræðiséní til að sjá að Instagram Stories er sum sé orðið tvöfalt stærra en Snapchat. Til þess að bregðast við því að farið var að hægja á vexti Snapchat ákvað Snap að endurhanna miðilinn. Hið nýja viðmót fór í loftið í febrúar en þótti ruglandi og úr öllu samhengi við væntingar notenda. Kylie Jenner, sem þá var trúlega einn stærsti áhrifavaldurinn á miðlinum, sagði á Twitter að hún væri einfaldlega hætt að nota Snapchat eftir að uppfærslan fór í loftið. Á fyrsta ársfjórðungi, þegar uppfærslan fór í loftið, náði fjöldi daglegra notenda hápunkti, fyrrnefndri 191 milljón. Nú er notendum í fyrsta sinn að fækka. Önnur viðbót við Snapchat, Discover, virðist ekki heldur skila miklum árangri. Sú fór í loftið 2015 og leyfir notendum að nálgast efni frá stórfyrirtækjum og fjölmiðlum á borð við ESPN og Warner Music. Þótt lítið sé vitað um hversu margir nýta sér Discover greindi Engadget frá því að uppsögn Nicks Bell, varaforseta Snap sem hafði umsjón með Discover-verkefninu, frá því fyrr í vikunni væri ágætis vísbending um stöðuna. Og þá er ótalin fjárhagsstaða fyrirtækisins. Techcrunch greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Snap ætti eignir að verðmæti 1,4 milljarða Bandaríkjadala. Hins vegar spáir greiningarfyrirtækið MoffetNathanson því að Snap muni tapa 1,5 milljörðum á næsta ári. Enn aðrir greinendur hafa svo spáð því að Snap muni í allra fyrsta lagi skila hagnaði 2020 eða 2021. Samkvæmt greiningu Recount á Snapchat einnig í töluverðum vandræðum með að hagnast á daglegum notendum sínum. Þannig velti fyrirtækið 1,4 Bandaríkjadölum á hvern daglegan notanda á öðrum ársfjórðungi samanborið við 8,99 dali Facebook. Dyggir og traustir notendur Snapchat geta þó glaðst yfir því að á miðvikudaginn fór víða í loftið uppfærsla sem felur í sér að notendur fá loks hefðbundna samfélagsmiðlaprófíla. Prófílarnir eru, samkvæmt The Verge, einungis aðgengilegir vinum og þar má sjá það vistaða efni sem viðkomandi hafa deilt hvor með öðrum. Þá hefur Snap einnig sett í sölu varning tengdan Bitmojis, sérsniðnum teikningum notenda.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira