Hart sótt að May á þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 12:34 Theresa May á þinginu í dag. AP/PA Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. Þau Dominic Raab, Brexit-ráðherra, og Esther Mcvey, ráðherra atvinnumála og eftirlauna, sögðu af sér nú í morgun. Shailesh Vara, ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer með málefni Norður-Írlands, hefur sömuleiðis sagt af sér og svo tveir lágt settir meðlimir ríkisstjórnarinnar til viðbótar. Ólíklegt þykir að May muni geta fengið þingið til að samþykkja drögin. May varði samningsdrögin á breska þinginu í dag og úr urðu miklar deilur. Fulltrúi ríkisstjórnar Skotlands kvartaði yfir því að ekki væri minnst á ríkið í drögunum en Skotar hafa kvartað yfir því að Norður-Írland muni áfram hafa aðgang að innri markaði ESB, eftir Brexit. May var beðin um að útiloka ekki að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu af Önnu Soubry, þingmanni Íhaldsflokksins sem er hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði ljóst að May gæti ekki staðið við loforðin sem Brexit-liðar hafa lofað, því það sé ómögulegt að standa við þau. May sagðist ekki geta gefið frá sér nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars 2019. Fleiri hafa tekið upp áköll eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. May sagðist ekki telja það rétt. Atkvörðun hefði verið tekin á sínum tíma og fólkið hefði kosið. Réttast væri að fylgja vilja þeirra.Lítill sem enginn stuðningur á þingi Þingmaðurinn Chris Leslie tók til máls og sagði að eftir rúman klukkutíma hefði enginn þingmaður lýst yfir stuðningi við samningsdrögin sem væru á borðinu. Hann bað þingmenn Íhaldsflokksins sem styddu drögin að setja hendur á loft og sagði engan þeirra hafa gert það. Svo virðist sem að þingmenn sem vilji framfylgja Brexit styðji ekki samkomulagið vegna þess að þar sé ekki gengið nógu langt í að slíta tengsl Bretlands og ESB. Aðrir þingmenn, sem vilja ekki að Bretland yfirgefi ESB, kalla eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu."I plead with you to accept the political reality of the situation you now face" Conservative MP Mark Francois says it's mathematically impossible to get the draft #Brexit deal through the House of Commons Live updates: https://t.co/x82eDksQEUpic.twitter.com/GyJ9ojSLue — BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2018 Meðal þess sem stendur í þingmönnum er að samkvæmt drögunum þurfa Bretar að greiða ESB 39 milljarða punda vegna fyrri skuldbindinga þeirra innan sambandsins. Þá eru miklar deilur um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tollaeftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020 og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB.Óttast að vera gíslar Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Því hafa þeir farið fram á að allt Bretland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB, þar til yfirvöld Bretlands ákveða að hætta. Forsvarsmenn ESB hafa ekki verið sáttir við það að Bretar ráði því einhliða hvenær þeir geti slitið samstarfinu, því það fæli ekki í sér tryggingu á engum „hörðum landamærum“ í Írlandi. Samkvæmt drögunum sem nú eru á borðinu mun ESB geta neitað Bretum að yfirgefa markaðina og tollasamstarfið, þar til búið er að tryggja engin „hörð landamæri“ í Írlandi. Svokallaðir Brexit-liðar, eins og Dominic Raab, eru alls ekki sátti við þetta og segja ESB geta þvingað Breta til að vera í tollasamstarfinu til lengri tíma og þvingað Breta til að fylgja reglum ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. Þau Dominic Raab, Brexit-ráðherra, og Esther Mcvey, ráðherra atvinnumála og eftirlauna, sögðu af sér nú í morgun. Shailesh Vara, ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer með málefni Norður-Írlands, hefur sömuleiðis sagt af sér og svo tveir lágt settir meðlimir ríkisstjórnarinnar til viðbótar. Ólíklegt þykir að May muni geta fengið þingið til að samþykkja drögin. May varði samningsdrögin á breska þinginu í dag og úr urðu miklar deilur. Fulltrúi ríkisstjórnar Skotlands kvartaði yfir því að ekki væri minnst á ríkið í drögunum en Skotar hafa kvartað yfir því að Norður-Írland muni áfram hafa aðgang að innri markaði ESB, eftir Brexit. May var beðin um að útiloka ekki að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu af Önnu Soubry, þingmanni Íhaldsflokksins sem er hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði ljóst að May gæti ekki staðið við loforðin sem Brexit-liðar hafa lofað, því það sé ómögulegt að standa við þau. May sagðist ekki geta gefið frá sér nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars 2019. Fleiri hafa tekið upp áköll eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. May sagðist ekki telja það rétt. Atkvörðun hefði verið tekin á sínum tíma og fólkið hefði kosið. Réttast væri að fylgja vilja þeirra.Lítill sem enginn stuðningur á þingi Þingmaðurinn Chris Leslie tók til máls og sagði að eftir rúman klukkutíma hefði enginn þingmaður lýst yfir stuðningi við samningsdrögin sem væru á borðinu. Hann bað þingmenn Íhaldsflokksins sem styddu drögin að setja hendur á loft og sagði engan þeirra hafa gert það. Svo virðist sem að þingmenn sem vilji framfylgja Brexit styðji ekki samkomulagið vegna þess að þar sé ekki gengið nógu langt í að slíta tengsl Bretlands og ESB. Aðrir þingmenn, sem vilja ekki að Bretland yfirgefi ESB, kalla eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu."I plead with you to accept the political reality of the situation you now face" Conservative MP Mark Francois says it's mathematically impossible to get the draft #Brexit deal through the House of Commons Live updates: https://t.co/x82eDksQEUpic.twitter.com/GyJ9ojSLue — BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2018 Meðal þess sem stendur í þingmönnum er að samkvæmt drögunum þurfa Bretar að greiða ESB 39 milljarða punda vegna fyrri skuldbindinga þeirra innan sambandsins. Þá eru miklar deilur um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tollaeftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020 og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB.Óttast að vera gíslar Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Því hafa þeir farið fram á að allt Bretland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB, þar til yfirvöld Bretlands ákveða að hætta. Forsvarsmenn ESB hafa ekki verið sáttir við það að Bretar ráði því einhliða hvenær þeir geti slitið samstarfinu, því það fæli ekki í sér tryggingu á engum „hörðum landamærum“ í Írlandi. Samkvæmt drögunum sem nú eru á borðinu mun ESB geta neitað Bretum að yfirgefa markaðina og tollasamstarfið, þar til búið er að tryggja engin „hörð landamæri“ í Írlandi. Svokallaðir Brexit-liðar, eins og Dominic Raab, eru alls ekki sátti við þetta og segja ESB geta þvingað Breta til að vera í tollasamstarfinu til lengri tíma og þvingað Breta til að fylgja reglum ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira