Ísland átti tvo fulltrúa í átta manna úrslitum á HM í MMA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 08:45 Björn Þorleifur Þorleifsson. Mynd/Y0outube/Mjölnir MMA Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna
MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira