Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty „Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15