Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst. Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst.
Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00
Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00
Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00