Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 14. nóvember 2018 19:40 Theresa May ávarpar blaðamenn fyrir utan Downingstræti 10 í kvöld. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent