Slökkviliðsmenn björguðu manneskjur úr lyftu sem var föst á milli hæða á öldrunarheimilinu á Vífilsstöðum í Garðabæ fyrr í dag. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafði borist tilkynning eftir að brunaviðvörunarkerfi hússins fór í gang.
Í ljós kom að lyftumótorinn hafði brunnið yfir og hafði lyftan stöðvast á milli æða. Við nánari athugun kom í ljós að manneskja var í lyftunni sem þurfti að bjarga þaðan út.
Að sögn slökkviliðs var einstaklingurinn fastur í lyftunni í um 10 til 15 mínútur og varð ekki meint af.

