Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári síðan. Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23