Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00