Leit að látnum gæti tekið vikur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís. Getty/Justin Sullivan Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22