Jafnvægið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun