Patrekur: Verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Patrekur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel „Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30