Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka en ekki er samkomulag um í hvaða röð þeim skuli úthlutað. Þingflokksformenn munu funda um málið í dag og er stefnt að því að ljúka málinu áður en umræður um fjárlög fara á fullt á ný. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra en að auki fái hver flokkur ritara. Þingflokkar geta áfram ráðið sér aðstoðarmenn á eigin kostnað. Forsætisnefnd samþykkti fyrirhugaða fjölgun í sumar en með henni er stefnt að því að efla Alþingi. Formenn þingflokka hafa undanfarið rætt hvernig skuli standa að úthlutun þeirra aðstoðarmanna sem til stendur að bæta við. Stefnt er að því að aðstoðarmönnum fjölgi í þrepum þannig að hluti bætist við nú um áramótin og síðan á ný þegar árin 2020 og 2021 ganga í garð. „Ef farið væri eftir venjulegri hlutfallsskiptingu strax í upphafi myndu stærstu flokkarnir fyrst fá aðstoðina sem er í boði. Það er ekki réttlætanlegt. Tillagan er sú að í upphafi fengju allir einn og síðan yrði úthlutað eftir þingstyrk,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það eru alls konar sjónarmið uppi en engin endanleg niðurstaða liggur fyrir,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður um hvaða áhrif fjölgunin gæti haft á komandi kjarasamningaviðræður segir Birgir að hann sjái hana ekki sem áhrifaþátt . Tiltölulega breið sátt sé um málið á þingi. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til Alþingis verði auknar um rúmar 120 milljónir til að auka aðstoð við þingflokka og þingmenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka en ekki er samkomulag um í hvaða röð þeim skuli úthlutað. Þingflokksformenn munu funda um málið í dag og er stefnt að því að ljúka málinu áður en umræður um fjárlög fara á fullt á ný. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra en að auki fái hver flokkur ritara. Þingflokkar geta áfram ráðið sér aðstoðarmenn á eigin kostnað. Forsætisnefnd samþykkti fyrirhugaða fjölgun í sumar en með henni er stefnt að því að efla Alþingi. Formenn þingflokka hafa undanfarið rætt hvernig skuli standa að úthlutun þeirra aðstoðarmanna sem til stendur að bæta við. Stefnt er að því að aðstoðarmönnum fjölgi í þrepum þannig að hluti bætist við nú um áramótin og síðan á ný þegar árin 2020 og 2021 ganga í garð. „Ef farið væri eftir venjulegri hlutfallsskiptingu strax í upphafi myndu stærstu flokkarnir fyrst fá aðstoðina sem er í boði. Það er ekki réttlætanlegt. Tillagan er sú að í upphafi fengju allir einn og síðan yrði úthlutað eftir þingstyrk,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það eru alls konar sjónarmið uppi en engin endanleg niðurstaða liggur fyrir,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður um hvaða áhrif fjölgunin gæti haft á komandi kjarasamningaviðræður segir Birgir að hann sjái hana ekki sem áhrifaþátt . Tiltölulega breið sátt sé um málið á þingi. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til Alþingis verði auknar um rúmar 120 milljónir til að auka aðstoð við þingflokka og þingmenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10
Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38