Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2018 19:30 Guðmundur Einarsson er formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Vísir Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira