Mæðgur, hundur og tauköttur hjálpast að við að hlaða vegg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér. Skútustaðahreppur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér.
Skútustaðahreppur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira