Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira