Miðflokknum borist fjöldi stuðningsyfirlýsinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:15 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, náðust öll á Klaustursupptökunum. Mynd/Samsett Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02