„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 12:00 Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group. Stöð 2 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. Í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar Íslands kemur fram að það hafi verið „sameiginleg niðurstaða beggja aðila“ að falla frá kaupsamningnum. Kaup Icelandair Group á WOW air voru háð þremur skilyrðum samkvæmt kaupsamningi. Í fyrsta lagi áreiðanleikakönnun, í öðru lagi samþykki Samkeppniseftirlitsins og í þriðja lagi samþykki hluthafafundar Icelandair Group. Það var niðurstaða stjórnar Icelandair Group í gærkvöldi að falla frá kaupunum. Deloitte vann áreiðanleikakönnun vegna samrunans og lágu niðurstöður hennar fyrir í gær. „Þegar við lögðum upp í verkefnið og skrifuðum undir kaupsamninginn þá lá fyrir að tímalínan var mjög krefjandi. Ýmsir fyrirvarar sem þurfti að ganga frá. Það náðist ekki að klára þá í tíma og stjórnin ákvað að eyða ekki meiri tíma í verkefnið,“ segir Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin í gærkvöldi.Kom WOW air vel út úr áreiðanleikakönnun Deloitte? „Það var í raun þannig að áhættan við kaupin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir og það spilar inn í þessa ákvörðun.“Viðtal við Boga Nils þar sem hann ræðir ákvörðun um að falla frá samruna. Þannig að það hefur þá vegið þyngst þegar ákvörðunin var tekin? „Þetta safnast allt saman. Það spilar líka inn í,“ segir Bogi Nils. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, fundaði með starfsfólki WOW air á skrifstofum félagsins á Höfðatorgi klukkan tíu í morgun. Á fundinum uppplýsti Skúli að fjársterkur aðili væru með kaup á félaginu til skoðunar. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Segist hann geta reiknað með að geta fært starfsfólki gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði mikið í Kauphöllinni eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Skömmu fyrir kl. 12 á hafði gengið lækkað um 12,3 prósent í tæplega 250 milljóna króna viðskiptum. WOW air er með um þriðjung í seldum flugsætum til landsins. Mörg fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu eiga því mikið undir því að félagið í sé í stöndugum rekstri. Stjórnendur WOW air vinna nú að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air sagði í morgun að rekstur félagsins væri tryggður en fjármálastjóri WOW air sendi tölvupóst til að róa starfsmenn í gær þar sem hann sagði að laun yrðu greidd út á réttum tíma um mánaðamótin. Fyrr á þessu ári vann starfshópur stjórnvalda um kerfislega mikilvæg fyrirtæki sviðsmyndagreiningu þar sem kom fram að ef WOW air færi í þrot þá gæti það leitt til 10 prósent samdráttar á útflutningi, 3 prósentustiga aukningu á verðbólgu og að um 1.400 manns myndu missa vinnuna. Bogi Nils Bogason segir að Icelandair Group hafi ekki á neinum tímapunkti verið undir þrýstingi frá stjórnvöldum að klára samrunann við WOW air. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. 28. nóvember 2018 12:45 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. Í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar Íslands kemur fram að það hafi verið „sameiginleg niðurstaða beggja aðila“ að falla frá kaupsamningnum. Kaup Icelandair Group á WOW air voru háð þremur skilyrðum samkvæmt kaupsamningi. Í fyrsta lagi áreiðanleikakönnun, í öðru lagi samþykki Samkeppniseftirlitsins og í þriðja lagi samþykki hluthafafundar Icelandair Group. Það var niðurstaða stjórnar Icelandair Group í gærkvöldi að falla frá kaupunum. Deloitte vann áreiðanleikakönnun vegna samrunans og lágu niðurstöður hennar fyrir í gær. „Þegar við lögðum upp í verkefnið og skrifuðum undir kaupsamninginn þá lá fyrir að tímalínan var mjög krefjandi. Ýmsir fyrirvarar sem þurfti að ganga frá. Það náðist ekki að klára þá í tíma og stjórnin ákvað að eyða ekki meiri tíma í verkefnið,“ segir Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin í gærkvöldi.Kom WOW air vel út úr áreiðanleikakönnun Deloitte? „Það var í raun þannig að áhættan við kaupin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir og það spilar inn í þessa ákvörðun.“Viðtal við Boga Nils þar sem hann ræðir ákvörðun um að falla frá samruna. Þannig að það hefur þá vegið þyngst þegar ákvörðunin var tekin? „Þetta safnast allt saman. Það spilar líka inn í,“ segir Bogi Nils. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, fundaði með starfsfólki WOW air á skrifstofum félagsins á Höfðatorgi klukkan tíu í morgun. Á fundinum uppplýsti Skúli að fjársterkur aðili væru með kaup á félaginu til skoðunar. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Segist hann geta reiknað með að geta fært starfsfólki gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði mikið í Kauphöllinni eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Skömmu fyrir kl. 12 á hafði gengið lækkað um 12,3 prósent í tæplega 250 milljóna króna viðskiptum. WOW air er með um þriðjung í seldum flugsætum til landsins. Mörg fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu eiga því mikið undir því að félagið í sé í stöndugum rekstri. Stjórnendur WOW air vinna nú að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air sagði í morgun að rekstur félagsins væri tryggður en fjármálastjóri WOW air sendi tölvupóst til að róa starfsmenn í gær þar sem hann sagði að laun yrðu greidd út á réttum tíma um mánaðamótin. Fyrr á þessu ári vann starfshópur stjórnvalda um kerfislega mikilvæg fyrirtæki sviðsmyndagreiningu þar sem kom fram að ef WOW air færi í þrot þá gæti það leitt til 10 prósent samdráttar á útflutningi, 3 prósentustiga aukningu á verðbólgu og að um 1.400 manns myndu missa vinnuna. Bogi Nils Bogason segir að Icelandair Group hafi ekki á neinum tímapunkti verið undir þrýstingi frá stjórnvöldum að klára samrunann við WOW air.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. 28. nóvember 2018 12:45 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14
Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43
WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. 28. nóvember 2018 12:45
Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04