Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. nóvember 2018 09:40 Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar Braga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en á upptöku sem fjölmiðlar fjölluðu um í gær og tekin var á Klaustur Bar þann 20. nóvember síðastliðinn má heyra ráðherrann fyrrverandi tala fjálglega um skipan í þeirra Geirs og Árna Þórs Sigurðssonar, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna, í sendiherraembætti í tíð hans í utanríkisráðuneytinu. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hafði DV eftir Gunnari Braga í gær.Kveðst ekki eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum Í viðtalinu á Rás 2 í morgun sagði Gunnar Bragi að það eina sem væri satt í þessari frásögn væri að hann hefði skipað Geir sem sendiherra og Árna Þór einnig. Hann hefði hringt í Bjarna í gær og beðið hann afsökunar á því að hafa logið upp á hann varðandi dílinn sem hann ræðir á upptökunni. „Það eina sem er rétt í þessu, og ég talaði nú við formann Sjálsftæðisflokksins í gær og bað hann afsökunar á því að vera að ljúga svona upp á hann. Það sem er satt í þessu er að ég skipa Geir og ég skipa Árna. Það hafði staðið til í rauninni lengur að skipa Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra heldur en Geir. Það kemur upp eftir ákveðin samtöl og auðvitað er það bara þannig að það er ákveðinn þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum að skipa hann. Ég sjálfur var þeirrar skoðunar að það ætti að gera það. Geir er afburðamaður, hefur staðið sig gríðarlega vel að mínu viti,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður hvort ekki mætti setja spurningamerki við hvernig staðið var að málinu svaraði Gunnar Bragi því til að hann teldi svo ekki vera. „Alls ekki, ég hef aldrei verið jafn sannfærður um neitt eins og það hafi verið rétt að skipa Geir sendiherra. Framkoman gagnvart honum var náttúrulega bara til skammar,“ sagði ráðherrann fyrrverandi og vísaði þar í Landsdómsmálið. Þá var Gunnar Bragi spurður hvort hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum. „Nei, ætli þeir væru ekki búnir að borga hann til baka ef svo væri,“ svaraði Gunnar Bragi.Þarf líka að biðja Þórólf afsökunar Aðspurður hvers vegna hann talaði þá svona sagði hann: „Ég er náttúrulega ekkert að segja satt þarna að það hafi verið einhver díll. Það er bara ekki þannig.“ Gunnar Bragi var svo spurður að því hvort honum þætti trúverðug skýring og svaraði því neitandi, að svo væri örugglega ekki. Þá hefði hann skáldað þetta á staðnum. „Jú, jú og það sem ég segi þarna um Bjarna Benediktsson og Þórólf, sem ég þarf líka að biðjast afsökunar á að hafa dregið inn í þetta, er náttúrulega bara þvæla,“ sagði Gunnar Bragi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar Braga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en á upptöku sem fjölmiðlar fjölluðu um í gær og tekin var á Klaustur Bar þann 20. nóvember síðastliðinn má heyra ráðherrann fyrrverandi tala fjálglega um skipan í þeirra Geirs og Árna Þórs Sigurðssonar, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna, í sendiherraembætti í tíð hans í utanríkisráðuneytinu. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hafði DV eftir Gunnari Braga í gær.Kveðst ekki eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum Í viðtalinu á Rás 2 í morgun sagði Gunnar Bragi að það eina sem væri satt í þessari frásögn væri að hann hefði skipað Geir sem sendiherra og Árna Þór einnig. Hann hefði hringt í Bjarna í gær og beðið hann afsökunar á því að hafa logið upp á hann varðandi dílinn sem hann ræðir á upptökunni. „Það eina sem er rétt í þessu, og ég talaði nú við formann Sjálsftæðisflokksins í gær og bað hann afsökunar á því að vera að ljúga svona upp á hann. Það sem er satt í þessu er að ég skipa Geir og ég skipa Árna. Það hafði staðið til í rauninni lengur að skipa Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra heldur en Geir. Það kemur upp eftir ákveðin samtöl og auðvitað er það bara þannig að það er ákveðinn þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum að skipa hann. Ég sjálfur var þeirrar skoðunar að það ætti að gera það. Geir er afburðamaður, hefur staðið sig gríðarlega vel að mínu viti,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður hvort ekki mætti setja spurningamerki við hvernig staðið var að málinu svaraði Gunnar Bragi því til að hann teldi svo ekki vera. „Alls ekki, ég hef aldrei verið jafn sannfærður um neitt eins og það hafi verið rétt að skipa Geir sendiherra. Framkoman gagnvart honum var náttúrulega bara til skammar,“ sagði ráðherrann fyrrverandi og vísaði þar í Landsdómsmálið. Þá var Gunnar Bragi spurður hvort hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum. „Nei, ætli þeir væru ekki búnir að borga hann til baka ef svo væri,“ svaraði Gunnar Bragi.Þarf líka að biðja Þórólf afsökunar Aðspurður hvers vegna hann talaði þá svona sagði hann: „Ég er náttúrulega ekkert að segja satt þarna að það hafi verið einhver díll. Það er bara ekki þannig.“ Gunnar Bragi var svo spurður að því hvort honum þætti trúverðug skýring og svaraði því neitandi, að svo væri örugglega ekki. Þá hefði hann skáldað þetta á staðnum. „Jú, jú og það sem ég segi þarna um Bjarna Benediktsson og Þórólf, sem ég þarf líka að biðjast afsökunar á að hafa dregið inn í þetta, er náttúrulega bara þvæla,“ sagði Gunnar Bragi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17