Bergþór biðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 01:01 Bergþór kannast ekki við að hafa notað orðfæri áður á borð við það sem DV og Stundin hafi eftir honum. Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld. Vísir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32