Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2018 23:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. Þetta segir Sigmundur Davíð í færslu á Facebook, en DV og Stundin hafa í kvöld birt fréttir upp úr samtölum þingmannanna. Í fréttunum er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð segir að í fréttunum ægi öllu saman. „Í sumu af því sem hefur birst er viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og pólitískt plott. Samtal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifsson um að hann yrði þingflokksformaður Miðflokksins var unnið upp úr samræðum milli annarra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var farinn. Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórnmálasögu og aðeins einu dæmi frá Bretlandi. Það var þegar útsendarar blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru [í]slensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt,“ segir Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. Þetta segir Sigmundur Davíð í færslu á Facebook, en DV og Stundin hafa í kvöld birt fréttir upp úr samtölum þingmannanna. Í fréttunum er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð segir að í fréttunum ægi öllu saman. „Í sumu af því sem hefur birst er viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og pólitískt plott. Samtal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifsson um að hann yrði þingflokksformaður Miðflokksins var unnið upp úr samræðum milli annarra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var farinn. Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórnmálasögu og aðeins einu dæmi frá Bretlandi. Það var þegar útsendarar blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru [í]slensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt,“ segir Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17