Spila Fortnite í sólarhring til góðs Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Ingi Bauer og Stefán Atli halda úti Youtube-síðunni Ice Cold þar sem þeir spila Fortnite í beinni alla fimmtudaga og búa til svokölluð vlogs eða vídeóblogg. „Við höfum verið að spila Fortnite í beinni í útsendingu alla fimmtudaga. Byrjuðum í janúarmánuði og sáum að fólk var að horfa. Hugsuðum með okkur að þetta gæti nýst til góðs og Barnaspítalinn er auðvitað verðugt málefni sem gaman er að styrkja,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem ætlar að setjast niður á morgun ásamt félaga sínum Inga Bauer og spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite í sólarhring. Ásamt því að spila leikinn ætla þeir líka að gefa vinninga, vera með leiki og skemmtiatriði og fá til sín góða gesti og hvetja áhorfendur til að heita á sig með því að leggja inn á reikning Barnaspítala Hringsins.Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á morgun.Þeir félagar fóru að spila leikinn í janúar og á árinu hafa þeir spilað Fortnite í beinni útsendingu hvern einasta fimmtudag síðan í byrjun janúar og hafa því spilað hann í samtals 250 klukkustundir í beinni útsendingu fyrir framan samtals 67.000 manns. Fortnite er einn vinsælasti tölvuleikur í heiminum í dag en hann gengur út á að 100 spilarar hoppa úr rútu á sömu eyjuna og aðeins eitt lið getur staðið uppi sem sigurvegari. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna teiknimyndaútlits og þess að hann er ókeypis. Þó hafa notendur möguleika á að kaupa mismunandi búninga og dansa í leiknum. „Það mun trúlega taka á að vera vakandi í 24 tíma en við munum skipta okkur niður á vaktir. Svo verður gestagangur og ýmislegt skemmtilegt gert þarna á meðan við reynum að safna sem mestu.“ Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á föstudaginn. Útsending hefst kl. 15.00 á morgun, föstudag, og mun standa yfir til kl. 15.00 laugardaginn 1. desember. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
„Við höfum verið að spila Fortnite í beinni í útsendingu alla fimmtudaga. Byrjuðum í janúarmánuði og sáum að fólk var að horfa. Hugsuðum með okkur að þetta gæti nýst til góðs og Barnaspítalinn er auðvitað verðugt málefni sem gaman er að styrkja,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem ætlar að setjast niður á morgun ásamt félaga sínum Inga Bauer og spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite í sólarhring. Ásamt því að spila leikinn ætla þeir líka að gefa vinninga, vera með leiki og skemmtiatriði og fá til sín góða gesti og hvetja áhorfendur til að heita á sig með því að leggja inn á reikning Barnaspítala Hringsins.Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á morgun.Þeir félagar fóru að spila leikinn í janúar og á árinu hafa þeir spilað Fortnite í beinni útsendingu hvern einasta fimmtudag síðan í byrjun janúar og hafa því spilað hann í samtals 250 klukkustundir í beinni útsendingu fyrir framan samtals 67.000 manns. Fortnite er einn vinsælasti tölvuleikur í heiminum í dag en hann gengur út á að 100 spilarar hoppa úr rútu á sömu eyjuna og aðeins eitt lið getur staðið uppi sem sigurvegari. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna teiknimyndaútlits og þess að hann er ókeypis. Þó hafa notendur möguleika á að kaupa mismunandi búninga og dansa í leiknum. „Það mun trúlega taka á að vera vakandi í 24 tíma en við munum skipta okkur niður á vaktir. Svo verður gestagangur og ýmislegt skemmtilegt gert þarna á meðan við reynum að safna sem mestu.“ Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á föstudaginn. Útsending hefst kl. 15.00 á morgun, föstudag, og mun standa yfir til kl. 15.00 laugardaginn 1. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira