Það verður ekki tekið af hinum argentínska framherja Inter, Mauro Icardi, að hann kann að þakka fyrir sig.
Hann var markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og veit að þeim árangri hefði hann aldrei náð án aðstoðar félaga sinna.
Hann keypti því Rolex-úr handa þeim öllum. Líka þeim sem spiluðu með honum í fyrra og eru nú farnir í annað lið. Allir fengu Rolex í skóinn frá Icardi.
Umboðsmaður Icardi er eiginkona hans, Wanda Nara, og hún segir sinn mann vera ánægðan hjá Inter.
„Hann á tvö ár eftir af samningi og líður. Það er margt spennandi í boði en vinir okkar eru í Mílanó,“ sagði eiginkonan.
„Við rífumst aðeins þegar ég þarf að vera í skóm umboðsmannsins. Fyrir utan það er hann hinn fullkomni eiginmaður. Hann ræður heima. Annars væri hann ekki fyrirliði Inter.“
Gaf öllum liðsfélögum sínum Rolex-úr
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



