Litli Schumacher skákaði goðsögninni föður sínum og færist nær Formúlu 1 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:30 Mick Schumacher er á slóðum föður síns og kominn í B-deildina ári fyrr en gamli gerði. vísir/getty Fimm ár eru liðin síðan að Formúlu 1-goðsögnin Michael Schumacher lent í hryllilegu skíðaslysi í svissnesku ölpunum en hann hefur ekki sést síðan og lítið sem ekkert verið gefið út um líðan hans. Sjöfaldi heimsmeistarinn mun aldrei keyra Formúlubíl á nýjan leik en það mun líklega ekki líða langur tími þar til að Schumacher nafnið mun sjást aftur í Formúlu 1. Mick Schumacher, sonur Michael, er nefnilega mjög nálægt því að komast í Formúlu 1 en hann vann Formúlu 3 í ár og mun keppa fyrir Prema Racing í Formúlu 2 á næsta ári. Það er einskonar næst efsta deild í Formúlunni og þaðan koma flestir ökuþórar inn í Formúlu 1. View this post on Instagram#Repost @f1 with @get_repost ・・・ LIKE FATHER, LIKE SON: Congratulations to Mick Schumacher, who secured his first F3 win on Saturday. It came at Spa, where, in 1992, his father Michael took the first of his record 91 F1 wins. Congratulations too for the other F3 winners this weekend - Jehun Daruvala and Dan Ticktum . #F1 #Formula1 #F3 #Spa #Schumacher #Father #Son #Motorsport #Spa #SpaFrancorchamps @mickschumacher @circuit_spa_francorchamps A post shared by Mick Schumacher (@mickschumacher) on Jul 29, 2018 at 4:31am PDT Schumacher endaði í tólfta sæti í Formúlu 3 á síðasta ári, þá 18 ára gamall en þessi 19 ára gamli piltur gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir keppinauta sína í Formúlu 2 í ár. Hann vann á endanum með 57 stiga mun. Ökuþórinn ungi er kominn á sama stað og faðir hans ári fyrr en Schumacher eldri sem var tvítugur þegar að hann komst í Formúlu 3000 sem var þá næsta skref á undan F1. Michael Schumacher staldraði stutt við þar og var kominn á samning hjá Benetton í Formúlu 1 innan við ári eftir að komast í Formúlu 3000. Í Formúlu 2 eru allir bílar eins til þess að hæfileikar ökuþóranna fái að skína og þannig er auðveldara fyrir liðin í Formúlu 1 að veðja á næstu menn. View this post on InstagramDie offiziellen Fotos The official photos. #FiaF3Champion #SCM #QuickMick #Premafamily #KeepFighting @prema_team @theodoreracing1 - thanks, @autofocusbg A post shared by Mick Schumacher (@mickschumacher) on Oct 28, 2018 at 2:00am PDT Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð fyrir Ferrari en ítalska liðið Prema Racing er í góðu samstarfi við Ferrari og sér um stóran hluta af ökuþóraakademíu ítalska risans. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart ef Schumacher yngri klæðist rauðu innan fárra ára eins og faðir sinn. Mick hefur lítið talað um föður sinn eins og reyndar allir sem tengjast Michael en í tilfinningaþrungnu viðtali við RTL fyrr á árinu opnaði hann sig aðeins. „Pabbi spurði mig eitt sinn hvort ég vildi hafa þetta sem áhugamál eða verða atvinnumaður og ég sagðist að sjálfsögðu vilja verða atvinnumaður eins og hann,“ sagði Mick og pabbi hans kenndi honum trix eða tvö á yngri árum. „Við keyrðum saman þegar að brautirnar voru lokaðar en við fengum að taka hringi. Hann var alltaf að kenna mér að fara hraðar. Það voru bestu tímar sem ég upplifði. Ég vil bara miða mig við þá bestu og pabbi var bestur. Hann er líka átrúnaðargoðið mitt,“ sagði Mick Schumacher.Mick Schumacher vann Formúlu 3 og er kominn í Formúlu 2.vísir/getty Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fimm ár eru liðin síðan að Formúlu 1-goðsögnin Michael Schumacher lent í hryllilegu skíðaslysi í svissnesku ölpunum en hann hefur ekki sést síðan og lítið sem ekkert verið gefið út um líðan hans. Sjöfaldi heimsmeistarinn mun aldrei keyra Formúlubíl á nýjan leik en það mun líklega ekki líða langur tími þar til að Schumacher nafnið mun sjást aftur í Formúlu 1. Mick Schumacher, sonur Michael, er nefnilega mjög nálægt því að komast í Formúlu 1 en hann vann Formúlu 3 í ár og mun keppa fyrir Prema Racing í Formúlu 2 á næsta ári. Það er einskonar næst efsta deild í Formúlunni og þaðan koma flestir ökuþórar inn í Formúlu 1. View this post on Instagram#Repost @f1 with @get_repost ・・・ LIKE FATHER, LIKE SON: Congratulations to Mick Schumacher, who secured his first F3 win on Saturday. It came at Spa, where, in 1992, his father Michael took the first of his record 91 F1 wins. Congratulations too for the other F3 winners this weekend - Jehun Daruvala and Dan Ticktum . #F1 #Formula1 #F3 #Spa #Schumacher #Father #Son #Motorsport #Spa #SpaFrancorchamps @mickschumacher @circuit_spa_francorchamps A post shared by Mick Schumacher (@mickschumacher) on Jul 29, 2018 at 4:31am PDT Schumacher endaði í tólfta sæti í Formúlu 3 á síðasta ári, þá 18 ára gamall en þessi 19 ára gamli piltur gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir keppinauta sína í Formúlu 2 í ár. Hann vann á endanum með 57 stiga mun. Ökuþórinn ungi er kominn á sama stað og faðir hans ári fyrr en Schumacher eldri sem var tvítugur þegar að hann komst í Formúlu 3000 sem var þá næsta skref á undan F1. Michael Schumacher staldraði stutt við þar og var kominn á samning hjá Benetton í Formúlu 1 innan við ári eftir að komast í Formúlu 3000. Í Formúlu 2 eru allir bílar eins til þess að hæfileikar ökuþóranna fái að skína og þannig er auðveldara fyrir liðin í Formúlu 1 að veðja á næstu menn. View this post on InstagramDie offiziellen Fotos The official photos. #FiaF3Champion #SCM #QuickMick #Premafamily #KeepFighting @prema_team @theodoreracing1 - thanks, @autofocusbg A post shared by Mick Schumacher (@mickschumacher) on Oct 28, 2018 at 2:00am PDT Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð fyrir Ferrari en ítalska liðið Prema Racing er í góðu samstarfi við Ferrari og sér um stóran hluta af ökuþóraakademíu ítalska risans. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart ef Schumacher yngri klæðist rauðu innan fárra ára eins og faðir sinn. Mick hefur lítið talað um föður sinn eins og reyndar allir sem tengjast Michael en í tilfinningaþrungnu viðtali við RTL fyrr á árinu opnaði hann sig aðeins. „Pabbi spurði mig eitt sinn hvort ég vildi hafa þetta sem áhugamál eða verða atvinnumaður og ég sagðist að sjálfsögðu vilja verða atvinnumaður eins og hann,“ sagði Mick og pabbi hans kenndi honum trix eða tvö á yngri árum. „Við keyrðum saman þegar að brautirnar voru lokaðar en við fengum að taka hringi. Hann var alltaf að kenna mér að fara hraðar. Það voru bestu tímar sem ég upplifði. Ég vil bara miða mig við þá bestu og pabbi var bestur. Hann er líka átrúnaðargoðið mitt,“ sagði Mick Schumacher.Mick Schumacher vann Formúlu 3 og er kominn í Formúlu 2.vísir/getty
Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira