Gagnagnótt Gunnar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun