Bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir íslenska landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2018 08:30 Danero býst hér til að skjóta á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. Fréttablaðið/sigtryggur ari Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Danero Thomas gæti leikið þriðja leik sinn fyrir íslenska landsliðið en þann fyrsta á heimavelli á fimmtudaginn þegar Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöll. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda í undankeppni EuroBasket 2021 þar sem Ísland er með Portúgal og Belgíu í riðli. Danero fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og lék fyrstu leiki sína fyrir landsliðið í æfingarleikjum gegn Noregi í haust. Vandræði með skráningu persónuupplýsinga Danero ollu því að hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Portúgal ytra stuttu síðar en búið er að ganga frá því í samstarfi við FIBA. Gæti hann því leikið fyrsta leik sinn í Laugardalshöll á fimmtudaginn verði hann valinn en þjálfarateymið þarf að velja á milli Danero eða Collins Pryor. Sjálfur kvaðst hann vera spenntur fyrir leiknum. „Ég get ekki beðið, þetta verður skemmtilegur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður í stúkunni. Ísland er annað heimili mitt og strákarnir hafa tekið mér opnum örmum. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa búist við því að leika einn daginn fyrir íslenska landsliðið þegar hann samdi við KR árið 2012. Hann samdi í sumar við Tindastól, sjöunda félag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn daginn fyrir Ísland en ég reyni að njóta þess. Ég klæðist þessari treyju með stolti og reyni að njóta stundarinnar. Það er undir mér komið að stýra tilfinningunum og einblína á það sem gerist inni á vellinum Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóðsönginn,“ sagði hann hlæjandi. „Ég nýt þess að spila og æfa með þessum strákum og ég er að læra heilmargt á hverjum degi.“ Danero á von á erfiðum leik gegn Belgíu en Ísland þarf að vinna leikinn enda fer aðeins eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar. „Það eru allir jákvæðir í hópnum, við mætum í þennan leik fullir sjálfstrausts og ef við gerum hlutina rétt getum við náð í góð úrslit. Þetta er stórleikur og við þurfum að vinna þennan leik. Það var svekkjandi að tapa í Portúgal en núna þurfum við að taka það sem við lærðum af því og vinna þennan leik til að bæta upp fyrir tapleikinn gegn Portúgal.“ Íslenska liðið saknar Martins Hermannssonar sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. „Þegar einn leikmaður dettur út verður sá næsti að stíga upp. Það eru margir reynslumiklir leikmenn í þessum hóp sem er lykilatriði og það er undir okkur komið að finna lausnir. Við munum reyna að spila af hörku og halda hraða í leiknum, belgíska liðið vill hægja á leiknum en það er undir okkur komið að nýta okkur það.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira