Það er að koma vetur Valgerður Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2018 13:57 „Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
„Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun