Fellaini skaut United í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 27. nóvember 2018 21:45 United fagna marki Fellaini. vísir/getty Marouane Fellaini tryggði Manchester United sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með marki í uppbótartíma gegn Young Boys í kvöld. United sótti án afláts í leiknum og átti sautján skot í átt að marki Young Boys en gestirnir frá Sviss gerðu vel og náðu að halda United-mönnum niðri lengi vel. David de Gea markvörður United þurfti þó einnig að taka á sínum stóra sínum er hann átti frábæra markvörslu en sigurmarkið var United og það kom í uppbótartíma. Eftir langan bolta inn í teiginn datt boltinn fyrir Belgann Marouane Fellaini sem náði að snúa varnarmann Young Boys af sér og setja hann í gefnum klofið á honum í fjærhornið. Lokatölur 1-0. Með sigrinum er United komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið er með tólf stig í öðru sætinu. Juventus er á toppnum me ðtólf stig en United mætir Valencia í síðustu umferðinni. Meistaradeild Evrópu
Marouane Fellaini tryggði Manchester United sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með marki í uppbótartíma gegn Young Boys í kvöld. United sótti án afláts í leiknum og átti sautján skot í átt að marki Young Boys en gestirnir frá Sviss gerðu vel og náðu að halda United-mönnum niðri lengi vel. David de Gea markvörður United þurfti þó einnig að taka á sínum stóra sínum er hann átti frábæra markvörslu en sigurmarkið var United og það kom í uppbótartíma. Eftir langan bolta inn í teiginn datt boltinn fyrir Belgann Marouane Fellaini sem náði að snúa varnarmann Young Boys af sér og setja hann í gefnum klofið á honum í fjærhornið. Lokatölur 1-0. Með sigrinum er United komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið er með tólf stig í öðru sætinu. Juventus er á toppnum me ðtólf stig en United mætir Valencia í síðustu umferðinni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti