Facebook útskýrir hvers vegna gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 10:52 Margir voru nokkuð hissa þegar gömlu skilaboðin birtust í gærkvöldi. Vísir/Getty Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira