Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 09:21 Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. VÍSIR/GETTY Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út. Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út.
Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira